Félag áhugamanna um
varðveislu á
Kópnesi á Hólmavík.
Hólmavík 3. mars2004
Hólmavíkurhreppur
B.t. Ásdís Leifsdóttir
Félag áhugamanna um varðveislu Kópness fer þess vinsamlegast á leit við Hólmavíkurhrepp
að leitað verði gagna varðandi eignarhald á húseignunum á Kópnesi. Leit hefur nú
þegar verið framkvæmd af sýslumanninum á Hólmavík um eignarhald á húsunum en
ekkert hefur fundist um það þar hver hafi átt húsin. Því förum við vinsamlega fram á það að
leitað verði í bókhaldi hreppsins til að hægt sé að svara nokkrum grundvallar
spurningum um eignarhaldið á húsunum. Þetta er nauðsynlegt til að hægt sé að
halda áfram þeirri vinnu sem hafin er til að félag áhugamanna eignist húsin.
Spurningarnar eru:
1. Hafa
húsin verið á fasteignaskrá?
2. Ef
svo hefur verið hver greiddi fasteignargjöldin?
3. Hvenær
var síðast greidd fasteignargjöld af húsunum?
Æskilegt væri að fá svör sem við fyrsta tækifæri.
Með fyrirfram þökkum.
___________________________________
Eysteinn Gunnarsson