Site hosted by Angelfire.com: Build your free website today!

 

 

Félag áhugamanna um varðveislu á

Kópnesi á Hólmavík.

Hólmavík  7 febrúar 2004

Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.

Félag áhugamanna um varðveislu á Kópnesi á Hólmavík er félag sem stofnað 12 desember 2003.

Markmið Félags áhugamanna um varðveislu á Kópnesi á Hólmavík er að eiga, varðveita og endurbyggja íbúðarhús og fjárhús byggð af Helgu Tómasdóttur og Jóni Árnasyni sem staðsett eru á Kópnesi á Hólmavík, til að forða þeim frekara tjóni, og koma þeim í sem upprunalegast ástand.

Álýtum við félagsmenn að Kópnesið sé mjög merkileg  mynd um búskap fyrri tíma og viljum leggja okkar að mörkum til að hún hverfi ekki úr bæjarmynd Hólmavíkur, heldur verði húsin endurgerð og lagfærð þannig að sómi sé af og verði með því fallegur minnisvarði um húsnæði og kotbúskap á fyrrihluta síðustu aldar, til fróðleiks fyrir ferðafólk sem leggur leið sína á Strandir. Einnig er þetta fróðleikur fyrir nýjar kynslóðir um búskaparhætti þess tíma.

Hólmavíkurhreppur lét fyrirtækið Gata ehf vinna húsakönnun 1997-2000 af Arinbirni Vilhjálmssyni  arkitekt. Þar sendur um Kópnesið.

Kópnes-kotið er mjög sérstakt og með mikla sérstöðu í bæjarmynd Hólmavíkur. Húsið virðist hafa verið torfbær þar sem að undirstöður torfveggjar eru sýnilegar vestanvið. Það minnir mjög á þá þurrabúðargerð sem steinbæirnir spruttu af í Reykjavík og víðar. Útihúsin eru ómissandi hluti af heildarmyndinni sem er afar heilsteypt, lítið kot á litlu nesi með tún og ósnortið flæðarmál allt í kring. Afar ljóðrænt hús og geðþekkt. Húsið er afbragðsgott dæmi um smábúskap inni í þéttbýli á fyrri hluta 20.aldar.

Varðveislugildi Kópness er mjög mikið og full ástæða til að hvetja til þess að húsin verði gerð upp og umhverfi þeirra friðað.

( Kópnes myndi henta mjög vel sem sumarhús )”

Á þessu sést að Kópnesið heillar fleiri en félagsmenn.

Til að miðla fróðleik um hvað sé að gerast hjá félaginu erum við með heimasíðu https://www.angelfire.com/folk/kopnes. Þar er hægt að fylgjast með því sem við aðhöfumst og hvernig það gengur. Endilega lítið við ef ykkur langar að fræðast betur um gang mála. Þar er líka ætlunin að koma fyrir ýmsum öðrum fróðleik tengdum Kópnesinu eftir því sem tími vinnst til.

Þar sem félagið er nýtt og starfið vart byrjað er pyngjan tóm. Til að ná fram markmiðum félagsins þarf því að leita eftir fé. Förum við því vinsamlegast fram á að  fá styrk í verkefnið þannig að við getum byrjað starfið.

Með von um jákvæðar undirtektir.

 

________________________________________

Sævar Benediktsson Borgabraut 17 Hólmavík