Site hosted by Angelfire.com: Build your free website today!

Félag áhugamanna um varðveislu á

Kópnesi á Hólmavík.

                                                                                                               

                                                                                                            Hólmavík 29 maí 2002.

 

Kæra frændfólk

 

Við áhugafólk um varðveislu á húsum á Kópnesi á Hólmavík höfum verið síðustu mánuði að gæla við þá hugmynd að stofna félag um varðveislu íbúðarhúss og fjárhúss sem hjónin Helga Tómasdóttir og Jón Árnason byggðu og bjuggu í. Þessi hús eru að okkar mati mjög merkileg og og sýna bæjarmynd sem er sérstök og setur mikinn svip á Hólmavík. Það væri mikill skaði ef húsin yrðu náttúruöflunum að bráð og hyrfu en þau eru orðin verulega léleg. Nú þegar hafa fokið partar úr þökum sem lappað hefur verið uppá, en betur má ef duga skal.

Meðfylgjandi er uppkast af lögum hins nýja félags þar sem einnig eru skráð markmið þess.

Þar sem ekkert finnst um eignarhald á þessum húsum lítur svo út að þau séu enn í óskiptu búi frá því að heiðurshjónin féllu frá og að húsin séu því núna eign  afkomenda þeirra. Eignapartarnir eru því orðnir margir. Með þessu bréfi er verið að kanna hug ættingja til þessarar ráðagerðar, hvort vilji sé til þess að afsala sér eignarhlutanum í húsunum til nýja félagsins og að kanna viljann til að gerast þar félagar.

Forsenda fyrir því að þetta verði að veruleika er að allir eigendur afsali sér sínum eignarhluta í húsunum til hins nýja félags.

Meðfylgjandi er eyðublað sem ég bið ykkur að útfylla og senda til undirritaðs. Þar er gefin kostur á því að afsala sér eignahlutanum til hins nýja félags og skrá sig inní félagið ef vilji er til þess.

Með von um jákvæðar undirtektir og að sem flestir vilji taka þátt í þessu ævintýri.

 

 

_______________________________

Eysteinn Gunnarsson

Lækjartúni 2

510 Hólmavík