Site hosted by Angelfire.com: Build your free website today!

Vestfirska Ættfræðisíðan

Bæirnir    Hrepparnir    Tenglar    Forsíða    Spurningar    Sóknirnar    Vestfirðir    Fólkið    e-mail    Ættir    Bækur

Bækur

Fjöldinn allur af ættfræðibókum hafa komið út á Íslandi í gegn um tíðina og margar hverjar tengjast þær vestfirskri ættfræði. Hér mun ég reyna að tína einhverjar þeirra til í þeirri vona að það verði einhverjum til hjálpar.

Eylenda I og II kom út árið 1996 í ritstjórn Þorsteins Jónssonar, um mannlíf í Flateyjarhreppi á Breiðafirði. Í fyrri bókini er fjallað um ábúendur og þjóðlífsþætti, en í þeirri seinni eru æviskrár fjölda fólks sem tengist hreppnum.

Firðir og fólk, í útgáfu Útgáfufélags Búnaðarsambands Vestfjarða, ritstjóri er Kjartan Ólafsson. Í bókunum er að finna jarðalýsingar og ábúendatöl Vestur Ísafjarðarsýslu auk ýmislegs fróðleiks t.d. örnefni og jarðsögu.

Vigurætt, kom út árið 1992 í ritstjórn Þorsteins Jónssonar, hér er um að ræða niðjatal Þórðar Ólafssonar stúdents og bónda í Vigur á Ísafjarðardjúpi og kvenna hans Margrétar Eiríksdóttur og Valgerðar Markúsdóttur.

Ef þú veist um einhvað sem hér mætti vera láttu mig endilega vita.

Tenglar:

Niðjatöl til Sölu

 

3 maí 2002