Site hosted by Angelfire.com: Build your free website today!

þorlákur

heim

myndir

hljóð

ávísanir

pósthólfið

Máni

Máni er seinni fuglinn sem við keyptum. Við keyptum hann af því að við vorum hrædd um að Þorlákur væri einmanna (við vorum ekki alltaf heima). Við ætluðum að kaupa hann í sömu dýrabúð og við keytum Þorlák, en þegar við komum þangað voru engir ungar til. Svo við fórum í aðra dýrabúð og þar voru tugir (kannski ekki alveg svo margir :-) , en þeir voru samt margir) og þar völdum við einn ljósbláan fugl með hvíta vængi og gult höfuð.

Þegar heim var komið var hann fljótur að taka við sér af því að það var annar fugl í búrinu. En eftir því sem á leið hætti hann að vilja sitja á putta og fór að fljúga um allt herbergið þegar maður nálgaðist hann. Þegar við sáum fram á að hann myndi aldrei venjast því almennilega að sitja á fingri fórum við með hann til dýralæknis og létum vængsífa hann. :-( Hvorugt okkar er mjög hrifið af þeirri aðgerð því fuglar eiga auðvitað að geta flogið, til þess erum þeir nú með vængi. En það kom ekkert annað til greina og nú er hann orðinn vanari að sitja á fingri, að minnsta kosti til að láta lyfta sér upp. Annars er hann ekkert hættur að fljúga og brotlendir margssinnis á dag. Greyið.

Annars er Máni miklu duglegri að tala (tísta :-)) en Þorlákur og við vonumst til að geta kennt honum nokkur orð. Hann er líka mjög hrifinn af tónlist og tístir með þegar maður kveikir á útvarpinu.

Skrifið okkur póst!!