Vestfirska Ættfræðisíðan
Bæirnir Hrepparnir Tenglar Forsíða Spurningar Sóknirnar Vestfirðir Fólkið e-mail Ættir Bækur
Ísafjarðardjúp
Ísafjarðardjúp er stór fjörður sem greinist í fjölmarga minni og er í daglegu tali nefnt Djúpið. Það er um 20 km breitt milli Stigahlíðar og Grænuhlíðar.
Við Ísafjarðardjúp er nú öll byggð í Norður-Ísafjarðarsýslu eftir að búseta lagðist niður í Hornbjargsvita, en Jökulfirðir eru óbyggðir. Þar var síðast búið í Grunnavík en byggðin þar fór í eyði 1962.
Allt þetta svæði tilheyrir nú fjórum sveitarfélögum, Bolungarvík, Súðavíkurhreppi, Hólmavíkurhrepp og Ísafjarðarbæ.
Austur úr Ísafjarðardjúpi utarlega, gengur flói
eða breiður fjörður, sem nokkrir kvíslast í nokkra firði og heita þeir
allir einu nafni, Jökulfirðir. Byggð var fyrrum um alla Jökulfirði en þó
strjálbýlt nema í Grunnavík og á
Hesteyri. Jökulfjörðum tilheyra Grunnavík,
Leirufjörður, Hrafnsfjörður, Lónafjörður, Veiðileysufjörður og
Hesteyrarfjörður.
Tenglar: | |
Ísafjarðardjúp | Hnífsdalur - Ísafjarðardjúp |
Vigur-Ísafjarðardjúp | Spánverjavígin 1615 |