Vestfirska Ættfræðisíðan
Bæirnir Hrepparnir Tenglar Forsíða Spurningar Sóknirnar Vestfirðir Fólkið e-mail Ættir Bækur
Hrafnseyri í Auðkúluhrepp, V-Ís.
Tenglar í ábúendur/íbúa: |
|
Hrafnseyri | |
Daðína Jónasdóttir | Ásgeir Jónsson |
Rafnseyrarhús | |
Hrafnseyri er í Auðkúluhrepp, í norðanverðum Arnarfirði. Næsti bær fyrir utan er Auðkúla en sá næsti fyrir innan er býlið Karlsstaðir sem upphaflega byggðust út úr Hrafnseyri.
MANNTÖL: |
Í landi Hrafnseyrar var um tíma býlið Rafnseyrarhús.
Fornleifarannsóknir á vegum Þjóðminjasafns hafa staðfest þá frásögn Landnámu að byggð hafi hafist á Eyri um árið 900, en Landnáma segir að Án rauðfeldur, sonur Gríms loðinkinna úr Hrafnistu hafi sest þar að ásamt konu sinni Grelöði, dóttur Bjartmars jarls, en á Eyrinni hafa fundist fornar húsarústir er nefnast Grelutóftir. Án og Grelöð bjuggu fyrst í Dufansdal en keyptu svo lönd af Erni er sat á Tjaldanesi og settust þá að á Eyri.
Þegar kemur fram á 15. öld er farið að nefna Eyri eftir Hrafni Sveinbjarnarsyni, sem talinn er fyrsti lærði læknir á Íslandi. Hrafn var goðorðsmaður og helsti höfðingi Vestfirðinga á Sturlungaöld um 1200 og bjó á Eyri (Hrafnseyri) í Arnarfirði.
Tenglar: | |
Minjasafn Jóns Sigurðssonar | Hrafnseyrarkirkja |
Sómi Íslands sverð og skjöldur | |
Átt þú síðu með ættfræði upplýsingum tengdum þessum bæ? Ef svo er vinsamlegast láttu mig vita.
10 mars 2002