Site hosted by Angelfire.com: Build your free website today!

Vestfirska Ættfræðisíðan

Bæirnir    Hrepparnir    Tenglar    Forsíða    Spurningar    Sóknirnar    Vestfirðir    Fólkið    e-mail    Ættir    Bækur

Arnarfjörður er annar stærsti fjörðurinn á Vestfjörðum og er rétt sunnan við miðjan kjálkann. Arnarfjörður er mikill flói, og opnast milli Kópaness og Sléttaness. Hann er 5-10 km breiður og um 30 km langur inn í botn Dynjandisvogs. Þar var á árum áður blómleg og þétt byggð líkt og á flestum stöðum á Vestfjörðum. Í Arnarfirði er að finna allan fjölbreytileika vestfiskrar náttúru, gróna dali jafnt og hamrabelti, brattar aurskriður og kjarrivaxnar hlíðar, mjúka sanda, sker og grynningar.

Eini þéttbýliskjarninn í Arnarfirði er Bíldudalur en næst honum er Otradalur og Dufansdalur, en þar er flugvöllurinn er staðsettur.  Arnarfjörður skiptist í tvent af stóru nesi sem heitir Langanes og sunnan við það eru fjórir firðir sem kallast suðurfirðir. Þeir eru Fossfjörður, Reykjarfjörður, Trostansfjörður og nyrstur er Geirþjófsfjörður sem flestir kannast við úr Gísla sögu Súrssonar. Norðan megin Langaness er Dynjandisvogur og Borgarfjörður þar sem Mjólkárvirkjun stendur. Utan við Bíldudal eru svokallaðir Ketildalir og þekktastur þeirra Selárdalur, en í Selárdal er auk þess bærinn Uppsalir sem kunnur varð fyrir einbúann Gísla sem Ómar Ragnarsson talaði við hér um árið. Handan fjarðarins, norðanmegin er hinn forni Auðkúluhreppur en í honum er Hrafnseyri fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar. Vestan við Hrafnseyri er Auðkúla, en þar var á tímabili svo mörg býli að oft var það manna á milli kallað Kúluþorpið.

Í dag liggja tvö sveitarfélög að Arnarfirði, Ísafjarðarbær að norðan og Vesturbyggð að sunnan en áður voru þrjú sveitarfélög í Arnarfirði: Auðkúluhreppur, Suðurfjarðahreppur og Ketildalahreppur.

Tenglar:

ARNARFJÖRÐUR

Eyðibýli í Arnarfirði

Arnfirðingafélagið

Dýrafjörður - Arnarfjörður
Ketildalir

Hrafnseyri

Hrafnseyri við Arnarfjörð

Hrafnseyri við Arnarfjörð

Dynjandi 

Dynjandisvogur