Site hosted by Angelfire.com: Build your free website today!

Vestfirska Ættfræðisíðan

Bæirnir    Hrepparnir    Tenglar    Forsíða    Spurningar    Sóknirnar    Vestfirðir    Fólkið    e-mail    Ættir    Bækur

Það að gera sér grein fyrir staðháttum þess svæðis sem verið er að skoða í ættfræðilegu tilliti, gerir ættfræðina mun skemmtilegri og auðveldar manni að setja sig inn í hugarheim forfeðranna. Þá sér maður hverjir voru nágrannarnir, hvort fólk var að velja sér maka úr nágrenninu eða ekki og hversu langt frá æskuslóðunnum fólk settist að á fullorðins árum.

Á Vestfjörðum eru 11 bæir eða sjávarþorp. Stærstur er Ísafjörður í Ísafjarðarbæ en  auk þess eru Suðureyri, Flateyri og Þingeyri einnig í Ísafjarðarbæ, en utan þessa svetiafélags eru á norðanverðum Vestfjörðum tveir þéttbýlisstaðir Súðavík í Álftafirði og Bolungarvík. Vesturbyggð er annað stórt sveitarfélag á Vestfjörðum en þar eru þéttbýlin tvö Patreksfjörður og Bíldudalur, þriðji þéttbýliskjarninn á sunnanverðum vestfjörðum er sér en það er Tálknafjördur. Á Ströndum, þ.e. við vestanverðan Húnaflóa, eru tvö þorp, Hólmavík og Drangsnes. Þarna til viðbótar koma svo þrjár húsa-þyrpingar eða vísar að þorpum sem eru Borðeyri, Króksfjarðarnes og Reykhólar. Bændabýli eru fá og fækkar enn þá. Hvergi annars staðar á landinu hafa fleiri þorp og bændabýli farið í eyði á 20. öldinni.

Allmargir firðir eru á Vestfjörðum og eru Vestfirðirnir vogskornasti hluti landsins. Vestfjarðakjálkinn afmarkast af tveim stórum flóum, Breiðafirði að sunnan og Húnaflóa að austann, en þarna á milli eru fjölmargir firðir, þar eru stærstir Ísafjarðardjúp og Arnarfjörður.

Fyrr á árum voru sveitarfélögin á Vestfjörðum mun fleiri en þau eru í dag, en hér á þessari síðu leitast ég við að nota gömlu hreppanöfnin til að geta betur skilgreint við hvaða bæ eða býli átt er, það segir sig sjálft að eftir því hve stærra svæði hver hreppur nær yfir því meiri líkur eru á að margir bæir í sama sveitarfélagi beri sama nafn. Að einhverju leiti er einnig hægt að greina á milli bæja eftir því í hvaða sókn þeir eru/voru.

Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við Rit vestan Aðalvíkur (áður Kögur).

Tenglar:

Vestfjarðarvefurinn

29 mars 2002