Vestfirska Ættfræðisíðan
Bæirnir Hrepparnir Tenglar Forsíða Spurningar Sóknirnar Vestfirðir Fólkið e-mail Ættir Bækur
Það að gera sér grein fyrir staðháttum þess svæðis sem verið er að skoða í ættfræðilegu tilliti, gerir ættfræðina mun skemmtilegri og auðveldar manni að setja sig inn í hugarheim forfeðranna. Þá sér maður hverjir voru nágrannarnir, hvort fólk var að velja sér maka úr nágrenninu eða ekki og hversu langt frá æskuslóðunnum fólk settist að á fullorðins árum.
Á Vestfjörðum eru 11 bæir eða sjávarþorp. Stærstur er Ísafjörður í Ísafjarðarbæ en auk þess eru Suðureyri, Flateyri og Þingeyri einnig í Ísafjarðarbæ, en utan þessa svetiafélags eru á norðanverðum Vestfjörðum tveir þéttbýlisstaðir Súðavík í Álftafirði og Bolungarvík. Vesturbyggð er annað stórt sveitarfélag á Vestfjörðum en þar eru þéttbýlin tvö Patreksfjörður og Bíldudalur, þriðji þéttbýliskjarninn á sunnanverðum vestfjörðum er sér en það er Tálknafjördur. Á Ströndum, þ.e. við vestanverðan Húnaflóa, eru tvö þorp, Hólmavík og Drangsnes. Þarna til viðbótar koma svo þrjár húsa-þyrpingar eða vísar að þorpum sem eru Borðeyri, Króksfjarðarnes og Reykhólar. Bændabýli eru fá og fækkar enn þá. Hvergi annars staðar á landinu hafa fleiri þorp og bændabýli farið í eyði á 20. öldinni.
Allmargir firðir eru á Vestfjörðum og eru Vestfirðirnir vogskornasti hluti landsins. Vestfjarðakjálkinn afmarkast af tveim stórum flóum, Breiðafirði að sunnan og Húnaflóa að austann, en þarna á milli eru fjölmargir firðir, þar eru stærstir Ísafjarðardjúp og Arnarfjörður.
Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem
markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við
Rit vestan Aðalvíkur (áður Kögur).
Tenglar: |
29 mars 2002